Á síðustu árum hefur starfsfólk Environice haldið fjöldann allan af fyrirlestrum við ólíklegustu tækifæri um hvaðeina sem tengist umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þessir fyrirlestrar hafa verið haldnir fyrir starfsfólk fyrirtækja, sveitarfélög, Rotaryklúbba, opinberar stofnanir, hagsmunasamtök og kvennaklúbba, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur starfsfólk Environice útbúið fræðsluefni og haldið námskeið um þessi mál.
Í febrúar 2022 sá Environice um kennslu á vefnámskeiði Endurmenntunar HÍ undir yfirskriftinni „Loftslagsmál – Verkefni, tækifæri og skyldur sveitarfélaga, ríkisstofnana og fyrirtækja í opinberri eigu“. Farið var yfir lagalegar skyldur sveitarfélaga, stofnana ríkisins og fyrirtækja í opinberri eigu skv. lögum um loftslagsmál, helstu áskoranir í loftslagsmálum og tækifæri til að gera enn betur í þeim efnum. Námskeiðið var það fyrsta um þetta ákveðna málefni og var sótt af u.þ.b. 50 þátttakendum víða að af landinu.
Verkkaupi: Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hjá HÍ
Verklok: febrúar 2022