Vorið 2018 veitti Environice umhverfis- og auðlindaráðuneytinu ráðgjöf við gerð aðgerðaáætlunar um loftslagsmál í samræmi við sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf frá því í nóvember 2017. Hlutverk Environice var m.a. að aðstoða verkefnisstjórn aðgerðaáætlunarinnar, svo sem með því að afla upplýsinga, setja fram og þróa tillögur um aðgerðir, leggja lauslegt mat á líklegan árangur hverrar aðgerðar um sig og skrifa texta eftir nánari samkomulagi þar um.
Environice skilaði tillögum sínum að 49 afmörkum verkefnum til verkefnisstjórnar seint í maí 2018. Aðgerðaáætlunin var svo kynnt í september og sett inn í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin samanstendur af 34 aðgerðum á mörgum sviðum. Frestur til að skila umsögnum er til 1. nóvember 2018.
Viðskiptavinur: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Tímarammi: Vor og sumar 2018
Tengd útgáfa: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030