Environice aðstoðaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið við umhverfismat Stefnumarkandi landsáætlunar um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Matið var unnið í samræmi við ákvæði laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Landsáætlunin fjallar um það hvernig eigi að byggja upp helstu innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum í grennd við ferðamannastaðir, leiðir og svæði. Áætlunin er til tólf ára og á grundvelli hennar verða gerðar þriggja ára verkefnaáætlanir um forgangsverkefni á hverjum tíma.
Drög að landsáætluninni og drög að umhverfisskýrslunni voru lögð út til kynningar á nýrri samráðsgátt Stjórnarráðsins 5. febrúar 2018.
Viðskiptavinur: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Tímarammi: 2017-2018
Tengd útgáfa: Landsáætlun um innviði