Árin 2011-2013 átti Stefán Gíslason sæti í Faggildingarráði Alþjóðaráðsins um sjálfbæra ferðamamennsku (GSTC) (The Global Sustainable Tourism Council’s (GSTC’s) Accreditation Panel). Hlutverk faggildingarráðsins er að meta hvort staðlar fyrir sjálfbærnivottun fyrirtækja og áfangastaða uppfylli þær kröfur sem gerðar eru af GSTC. Staðall sem hlýtur þessa faggildingu getur kynnt sig sem GSTC-faggiltan staðal, sem gefur honum aukinn trúverðugleika á alþjóðlegum vettvangi. Sjá má lista yfir alla samþykkta, viðurkennda og faggilta staðla á heimasíðu GSTC (undir „Partners“).
Faggildingarráðið er hverju sinni skipað 10 einstaklingum frá öllum heimshornum. Skrifstofa ráðsins tekur við umsóknum vottunarkerfa um faggildingu og leggur þær fyrir faggildingarráðið til umsagnar og ákvörðunar.
Viðskiptavinur: GSTC
Áætlaður tímarammi: 2011-2013
Tengd útgáfa: Engin