Environice hefur aðstoðað Fjórðungssamband Vestfirðinga við undirbúning að vottun Vestfjarða, skv. alþjóðlegum staðli Earth Check fyrir samfélög, en verkefnið er samstarfsverkefni allra sveitarfélaga í fjórðungnum. Undirbúningurinn hefur staðið í nokkur ár og hafa Vestfirðir þegar staðist viðmið vottunarsamtakanna Earth Check, eða eru með öðrum orðum orðnir „Benchmarked“ eins og það kallast á máli samtakanna. Stefnt er að fullnaðarvottun haustið 2016.
Aðstoð Environice í þessu verkefni hefur m.a. falist í liðsinni við lausn einstakra vandamála, svo sem hvað varðar söfnun, túlkun og samræmingu tölulegra upplýsinga frá sveitarfélögunum (grænt bókhald), aðstoð við gerð áhættumats, þátttöku í kynningarfundum o.s.frv.
Earth Check vottunarkerfið á rætur í samþykktum Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Río 1992. Earth Check er með öðrum orðum svar ferðaþjónustunnar í heiminum við áskorunum Ríóráðstefnunnar.
Viðskiptavinur: Fjórðungssamband Vestfirðinga
Áætlaður tímarammi: Ótímabundið. Stefnt að vottun 2016.
Tengd útgáfa: