Þann 1. desember birtist 600. umhverfisfróðleiksmolinn á vefsíðunni http://2020.is, sem Environice opnaði í lok ágúst 2012. Vefsíðan hefur þann megintilgang að fræða um umhverfismál og sjálfbæra þróun með einföldum og auðskildum hætti. Heiti síðunnar vísar til ártalsins 2020 og mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann tíma.
Á hverjum virkum degi birtist einn fróðleiksmoli á 2020.is. Þessi regla hefur haldist frá upphafi, ef frá er talið stutt frí um jól og áramót. Stefnt er að því að halda rekstri síðunnar áfram um ókomna tíð, en Environice ber allan kostnað af rekstri hennar.
Sexhundraðasti umhverfisfróðleiksmolinn á 2020.is fjallar um jóladagatal samtakanna Håll Sverige Rent, þar sem nemendum í fyrstu bekkjum sænskra grunnskóla gefst kostur á að fræðast um ýmis umhverfismál og kynnast umhverfismarkmiðum (s. Miljömål) sænskra stjórnvalda.
Stefán Gíslason er ritstjóri 2020.is og Birgitta Stefánsdóttur aðstoðarritstjóri. Nánari upplýsingar um hugmyndafræði og ritstjórnarstefnu síðunnar er að finna á http://tuttugututtugu.com/um-2020/.