Hvatningarverðlaun til lögreglunnar
Lögreglan á Vesturlandi hlaut á dögunum sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins, en Kuðungurinn er árleg umhverfisviðurkenningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Verðlaunin voru veitt fyrir framsýni og eftirtektarverðan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, en á síðasta ári var næstum allur bílafloti lögreglustjóraembættisins rafvæddur. Lögreglan á Vesturlandi er fyrst lögregluembætta í Evrópu til að fara í þessa vegferð og hefur…