Umhverfismati Skorholtsnámu lokið
Þann 18. maí sl. gaf Skipulagsstofnun út álit vegna umhverfismatsskýrslu sem Environice vann fyrir BM Vallá vegna efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Þar með er umhverfismatinu formlega lokið, en matið er nauðsynleg forsenda þess að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar geti gefið út framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi vinnslu efnis úr námunni. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin…