NordBio-skýrslan komin út
Norræna ráðherranefndin gaf á dögunum út lokaskýrslu Norræna lífhagkerfisverkefnisins (NordBio) sem hrint var af stokkunum á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014. Hrafnhildur Bragadóttir og Stefán Gíslason hjá Environice ritstýrðu skýrslunni og bjuggu hana til prentunar, en Environice aðstoðaði einnig við undirbúning og stjórnun lokaráðstefnu NordBio-verkefnisins sem haldin var í Hörpu í byrjun október 2016.…