UMÍS ehf. Environice er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Það var stofnað árið 2000 af Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.
Fyrirtækið, sem staðsett er á Hvanneyri, veitir ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að umhverfismálum, jafnt til einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda. Lögð er áhersla á persónulega og faglega þjónustu, enda er ekki til nein ein aðferð eða ein lausn sem hentar öllum. Hlutverk Environice er að finna bestu lausnina á hverjum tíma í samvinnu við viðskiptavininn.
Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri vinnu Environice. Málin eru skoðuð í víðu samhengi og mikil áhersla lögð á heildarsýn og þverfaglega hugsun, enda ekki hægt að leysa vandamál með sama hugarfari og þau voru búin til með, svo vitnað sé í Albert Einstein.
Umhverfismál snúast ekki bara um tæknilegar lausnir. Þau snúast ekki síður um stjórnun, hugarfar og aðra mannlega þætti. Starfsfólk Environice hefur sérhæft sig í að sjá samhengið þarna á milli.
Uppi eru áform um að koma upp sorporkustöð með orkuvinnslu (sorporkuveri) á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra. Stöðin verður sett upp í samvinnu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. (hér eftir nefnd SOR) og fleiri aðila í samræmi við samstarfssamning sem gerður verður. Uppsett afl stöðvarinnar verður 1MW til að byrja með og er áætlað að orkan…
Environice vinnur með sveitarstjórnum Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögunum tveimur fyrir árin 2025-2036, en þessi sveitarfélög standa sameiginlega að byggðasamlaginu Hulu sem sér um úrgangsmálin á svæðinu. Verkið hófst í september 2024 og lýkur væntanlega í ársbyrjun 2026 með staðfestingu sveitarstjórnanna á endanlegri áætlun. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um…
Í júní 2025 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans. Verkefnið felur í sér endurmat og uppfærslu á fyrri útreikningum af sama tagi sem Environice vann fyrir SSV á árunum 2020-2021 og verður unnið á sambærilegan hátt hvað aðferðir og efnistök varðar. Megintilgangur verkefnisins er að skapa nýjan grunn…
Umhverfismatsskýrsla vegna fyrirhugaðrar sorporkustöðvar með orkuvinnslu (sorporkuvers) á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra var birt í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar í gær og þar gefst almenningi kostur á að kynna sér efni hennar og koma með athugasemdir innan lögbundins sex vikna frests, sem rennur út 2. janúar 2026. Environice hefur aðstoðað Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. við umhverfismatið,…
Vestmannaeyjabær vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og…
Þann 17. febrúar sl. náðist samkomulag milli Evrópuþingsins og Ráðherraráðsins um breytingar á rammatilskipun ESB um úrgang, sem m.a. fela í sér að tekin verður upp framlengd framleiðendaábyrgð á textíl. Reyndar er eftir að samþykkja þessar breytingar formlega til að þær taki gildi, en það ætti að vera nánast formsatriði fyrst búið er að ná…
Árið 2020 er liðið í aldanna skaut og umhverfisfróðleikssíðan 2020.is verður ekki uppfærð framar að óbreyttu. Síðan var sett á laggirnar síðsumars 2012. Heiti hennar vísar til ártalsins 2020 og „mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann tíma“, eins og það var orðað þegar síðunni […]
Algengustu tegundir tengiltvinnbíla losa tvöfalt til þrefalt meira af gróðurhúsalofttegundum en framleiðendur halda fram. Þetta kemur fram í skýrslu sem samtökin Transport & Environment (T&E) létu nýlega vinna. Í ljósi niðurstaðnanna beina samtökin því til ríkisstjórna að nema úr gildi skattaafslætti og aðrar ívilnanir fyrir bíla af þessu tagi. Samkvæmt skýrslunni losa tengiltvinnbílarnir BMW X5, […]
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.