UMÍS ehf. Environice er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Það var stofnað árið 2000 af Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.

Fyrirtækið, sem staðsett er á Hvanneyri, veitir ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að umhverfismálum, jafnt til einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda. Lögð er áhersla á persónulega og faglega þjónustu, enda er ekki til nein ein aðferð eða ein lausn sem hentar öllum. Hlutverk Environice er að finna bestu lausnina á hverjum tíma í samvinnu við viðskiptavininn.

Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri vinnu Environice. Málin eru skoðuð í víðu samhengi og mikil áhersla lögð á heildarsýn og þverfaglega hugsun, enda ekki hægt að leysa vandamál með sama hugarfari og þau voru búin til með, svo vitnað sé í Albert Einstein.

Umhverfismál snúast ekki bara um tæknilegar lausnir. Þau snúast ekki síður um stjórnun, hugarfar og aðra mannlega þætti. Starfsfólk Environice hefur sérhæft sig í að sjá samhengið þarna á milli.

Verkefnin okkar

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi

Austurbrú vinnur að gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir öll sveitarfélög á Austurlandi, en þau eru nú fjögur talsins. Í nóvember 2024 var leitað til Environice um ráðgjöf við síðustu hluta verksins og hófst sú vinna af fullum krafti þá þegar. Árið 2006 hafði Environice aðstoðað við gerð svæðisáætlunar fyrir sveitarfélögin 11 sem þá…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Hornafirði

Environice vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði í samræmi við samkomulag aðila þar um. Í ársbyrjun 2022 var tekin ákvörðun um að vinna sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, Skaftárhrepp og Mýrdalshrepp og hófst sú vinna af fullum krafti síðari hluta vetrar. Engin svæðisáætlun hafði verið í gildi fyrir…

Kolefnisspor Vestfjarða

Í október 2024 samdi Environice við Fjórðungssamband Vestfirðinga um útreikning á kolefnisspori landshlutans. Verkefnið er í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði, en á síðustu árum hefur Environice einnig reiknað kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins, Vesturlands, Norðurlands vestra, Austurlands og Suðurlands. Afrakstur verkefnisins verður skýrsla sem nýtt verður við áframhaldandi stefnumótun sveitarfélaga á Vestfjörðum í loftslagsmálum.…

Fréttir

Svæðisáætlun fyrir Austurland kynnt

Austurbrú vinnur að gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir öll sveitarfélög á Austurlandi, en þau eru nú fjögur talsins. Áætlunin er unnin í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021,…

Svæðisáætlun fyrir Hornafjörð kynnt

Sveitarfélagið Hornafjörður vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna…

Aðgerðaáætlunin komin út

Í gær kynnti matvælaráðherra Aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu, sem byggð er á tillögum Environice frá því í ársbyrjun 2023. Áætlunin er sú fyrsta á vegum stjórnvalda og var unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Eitt af áhersluverkefnunum sem þar eru tilgreind er einmitt mótun áætlunar til eflingar lífrænnar framleiðslu. Í aðgerðaáætluninni er sett fram það…

Fréttir frá 2020.is