UMÍS ehf. Environice er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Það var stofnað árið 2000 af Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi.

Fyrirtækið, sem staðsett er á Hvanneyri, veitir ráðgjöf um hvaðeina sem snýr að umhverfismálum, jafnt til einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda. Lögð er áhersla á persónulega og faglega þjónustu, enda er ekki til nein ein aðferð eða ein lausn sem hentar öllum. Hlutverk Environice er að finna bestu lausnina á hverjum tíma í samvinnu við viðskiptavininn.

Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri vinnu Environice. Málin eru skoðuð í víðu samhengi og mikil áhersla lögð á heildarsýn og þverfaglega hugsun, enda ekki hægt að leysa vandamál með sama hugarfari og þau voru búin til með, svo vitnað sé í Albert Einstein.

Umhverfismál snúast ekki bara um tæknilegar lausnir. Þau snúast ekki síður um stjórnun, hugarfar og aðra mannlega þætti. Starfsfólk Environice hefur sérhæft sig í að sjá samhengið þarna á milli.

Verkefnin okkar

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum

Environice vinnur með Vestmannaeyjabæ að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árin 2025-2036. Verkið hófst af fullum krafti í desember 2024 og lýkur væntanlega í vetrarbyrjun 2025 með staðfestingu Bæjarstjórnar Vestmannaeyja á endanlegri áætlun. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi

Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Í svæðisáætlun eiga m.a. að koma fram upplýsingar um…

Kolefnisspor Vestfjarða

Í október 2024 samdi Environice við Fjórðungssamband Vestfirðinga um útreikning á kolefnisspori landshlutans. Verkefnið er í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði, en á síðustu árum hefur Environice einnig reiknað kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins, Vesturlands, Norðurlands vestra, Austurlands og Suðurlands. Afrakstur verkefnisins er skýrsla sem nýtt verður við áframhaldandi stefnumótun sveitarfélaga á Vestfjörðum í loftslagsmálum.…

Fréttir

Svæðisáætlun fyrir Vestmannaeyjar kynnt

Vestmannaeyjabær vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og…

Úrvinnslugjald á textíl?

Þann 17. febrúar sl. náðist samkomulag milli Evrópuþingsins og Ráðherraráðsins um breytingar á rammatilskipun ESB um úrgang, sem m.a. fela í sér að tekin verður upp framlengd framleiðendaábyrgð á textíl. Reyndar er eftir að samþykkja þessar breytingar formlega til að þær taki gildi, en það ætti að vera nánast formsatriði fyrst búið er að ná…

Svæðisáætlun fyrir Austurland kynnt

Austurbrú vinnur að gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir öll sveitarfélög á Austurlandi, en þau eru nú fjögur talsins. Áætlunin er unnin í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021,…

Fréttir frá 2020.is